Andri og Haraldur keppa í Noregi, Andri Þór á -8 á öðrum hring

Andri Þór og Haraldur keppa í Noregi en þeir eru búnir með tvo hringi og eru báðir á -6 höggum undir pari.

Andri spilaði frábærlega á hringnum í dag en hann lék hringinn á -8 höggum undir pari. Hann fékk örn, sjö fugla og einn skolla. Hann spilaði fyrsta hringinn á +2 yfir pari.

Haraldur spilaði hringinn í dag á -3 höggum undir pari en það er það sama og hann spilaði fyrsta hringinn á. Hann fékk fjóra fugla og einn skolla í dag.

Þeir eru jafnir í 14. sæti fyrir lokahringinn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment