Mikil spenna á Securitasmótinu – Haraldur og Guðmundur í topp baráttunni

Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst voru í topp baráttunni á Securitasmótinu en mótið var síðasta mótið á Eimskipsmótaröðinni. Mótið var spilað í Grafarholti. Haraldur Franklín var í forustu eftir tvo hringi en hann lék hringina þrjá á -7 höggum(66,68 og 72) undir pari. Hann endaði í öðru sæti tveimur höggum á eftir efsta sætinu.  Hann fékk 17 fugla og 10 skolla á þessum þremur hringjum.

Guðmundur Ágúst spilaði á -6 höggum(69,68 og 70) undir pari. Hann endaði í þriðja sæti  3 höggum á eftir efsta sætinu. Hann fékk 17 fugla, 7 skolla og 2 tvöfalda skolla á hringjunum þremur.

 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment