Guðmundur Ágúst efstur í Finnlandi af Íslendingunum

Guðmundur Ágúst, Andri Þór, Axel og Haraldur eru allir við keppni í Finnlandi. Þeir eru að keppa á Polarputki Finnish Open en mótið er spilað á Kullo Golf Club.

Eftir tvo hringi af þremur er Guðmundur Ágúst jafn í 16 sæti á samtals -4 höggum undir pari. Hann lék fyrri hringinn á 67 höggum og síðari á 73 höggum. Hann hefur fengið tíu fugla og sex skolla á þessum tveimur hringjum.

Axel er jafn í 35 sæti á -1 höggi undir pari og hann lék á 70 höggum á fyrri hring og 73 höggum á seinni hring. Axel er búinn að fá níu fugla, sex skolla og einn tvöfaldan skolla.

Andri og Haraldur komust ekki í gegnum niðurskurðinn en Andri lauk leik á +3 höggum yfir pari og Haraldur á 5 höggum yfir pari. Niðurskurðurinn var við +1 högg yfir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment