Axel sigrar í Danmörku, Guðmundur og Haraldur í gengum niðurskurðinn

Axel sigraði í gær á The Twelve Championship en hann lék 54 h0lur á -15 höggum undir pari. Mótið var með óhefðbundnu sniði en leiknir voru 12 holu hringir og var niðurskurður fyrst eftir 2 hringi og svo eftir hvern hring en á lokahringum spila bara fjórir kylfingar og þá eru spilaðar sex holur í lokinn.

Axel spilaði fyrstu fjóra hringina samtals á -12 höggum undir pari og síðustu sex holurnar spilaði hann síðan á þremur undir pari til þess að vinna með einu höggi. Hann setti niður um 15 metra pútt fyrir fugli á síðustu holunni.

Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst komust báðir í gegnum fyrsta niðurskurðinn en síðan náðu þeir ekki að koma sér nógu ofarlega eftir þriðja hringinn en Haraldur var á pari vallarins og Guðmundur var á +1 yfir pari  eftir þrjá hringi.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu. 

Þetta mót var fyrsta mótið af lokamótunum á mótaröðinni og eftir það er Axel í fyrsta sæti stigalistans, Haraldur er í 6. sæti, Andri Þór er í 44. sæti og Guðmundur Ágúst er í 75. sæti.

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment