Axel bestur meðal íslensku strákanna í Svíþjóð

Axel, Andri Þór, Guðmundur Ágústog Haraldur Franklín eru allir að keppa í Svíþjóð um helgina. Fyrsti hringurinn var leikinn í dag og Axel lék best en hann lék á 70 höggum eða á -3 höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla og tvo skolla. Hann er jafn í 15 sæti eftir fyrsta hringinn.

Andri lék á 71 höggi eða á -2 höggum undir pari. Hann fékk sex fugla og fjóra fugla á hringnum. Hann er jafn í 21 sæti eftir hringinn.

Guðmundur lék á 72 höggi eða á -1 höggi yfir pari. Hann fékk fimm fugla og fjóra skolla á hringnum. Hann er jafn í 35 sæti eftir hringinn.

Haraldur Franklín lék á 75 höggum eða á 2 yfir pari. Hann fékk þrjá fugla og fimm skolla á hringnum. Hann er jafn í 55 sæti eftir hringinn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment