Guðmundur og Andri búnir með fyrsta hringinn á úrtökumótinu

Guðmundur Ágúst og Andri Þór eru búnir að spila fyrsta hringinn á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðinna. Þeir eru við keppni á Abington í Englandi.

Bæði Guðmundur og Andri spiluðu á 72 eða á pari vallarins á fyrsta hring. Guðmundur fékk þrjá fugla og þrjá skolla á hringnum. Andri fékk einnig þrjá fugla og þrjá skolla á hringnum.

Þeir voru jafnir í 25 sæti eftir fyrsta hringinn.

Þeir eru að hefja leik þegar þetta er skrifað.

Hér er hægt að sjá skorið hjá þeim. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment