Axel keppir á morgun, Haraldur komst ekki í gengnum niðurskurðinn

Axel komst í gegnum niðurskurðinn á Race to Himmerland mótinu en mótið er leikið á Himmerland Spa and Golf Resort í Danmörku. Axel spilaði fyrstu tvo hringina á 70 og 68 höggum en spilað er á tveimur völlum og er hann á -5 eftir þessa tvo hringi. Hann hefur fengið 11 fugla og 6 skolla á þessum tveimur hringjum. Hann er sem stendur jafn í 16 sæti fyrir lokahringinn.

Haraldur Franklín náði sér ekki á strik en hann lék hringina tvo á 82 og 70 höggum eða á 11 höggum yfir pari. Hann fékk sjö fugla, fimm skolla, fimm tvöfalda skolla og einn þrefaldan skolla. Hann endaði í 73 sæti.

Hér er hægt að skoða stöðuna á mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment