Ólafía Þórunn hefur lokið leik á Blue Bay

Ólafía Þórunn hefur lokið leik á Blu Bay LPGA mótinu en hún spilaði lokahringinn á 76 höggum eða á 4 höggum yfir pari. Hún lauk leik á +7 höggum yfir pari og jöfn í 35. sæti.

Á lokahringnum fékk hún tvo fugla og sex skolla.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu. 

Með þessum árangri er hún búin að tryggja sér fullan þáttökurétt á mótaröðinni á næsta ári. Einnig mun hún spila á lokamóti mótaraðarinnar en það er leikið um næstu helgi í Flórída.

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment