Valdís að spila frábærlega í Kína

Valdís Þóra er búin að spila frábærlega á Sanya Open í Kína en hún er á -7 höggum undir pari eftir tvo hringi og er í öðru sæti á mótinu.  Hún spilaði fyrsta hringinn á 68 höggum eða á -4 höggum undir pari og á öðrum hringnum á 69 höggum eða á -3 höggum undir pari.

Hún hefur fengið tólf fugla og fimm skolla á þessum tveimur hringjum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment