Valdís Þóra endaði í þriðja sæti á Sanya mótinu í Kína

Valdís Þóra spilaði lokahringinn á 72 höggum eða á pari vallarins en hún endar því á -7 höggum undir pari. Hún var ein í þriðjasæti í mótinu. Þetta er í fyrsta skiptið sem íslendingur kemst í efstu 3 sætin á einni af sterkustumótaröð heims en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna.

Hún fékk þrjá fugla og þrjá skolla á lokahringnum.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment