Ólafía búin með fyrsta leikinn í „Drottingarmótinu“

Ólafía Þórunn spilaði sinn fyrsta leik í „Drottingarmótinu“ í nótt en hún keppti með Carly Booth. Þær kepptu við lið Kóreu en það voru Seon-Woo Bae og Jeong-Eun Lee sem spiluðu gegn þeim.

Ólafía og Carly byrjuðu illa og voru 4 holur niður eftir 5 holur en þær náðu ekki að vinna það til baka og endaði leikurinn 4/3.

Ólafía spilar næst á móti Cathryn Bristow frá Nýja Sjálandi í næsta leik. Cathryn spilar á Evrópumótaröð kvenna og er hún í 99 sæti á stigalista mótaraðarinnar.

 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment