Ólafía Þórunn Íþróttamaður ársins 2017 – Valdís Þóra í 9 sæti

Fyrr í kvöld fór fram kjörið á íþróttamanni ársins 2017 en Ólafía Þórunn og Valdís Þóra voru báðar í hópi 10 efstu íþróttamanna í ár.

Ólafía Þórunn var kjörin íþróttamaður ársins með 422 stig en það var 43 stigum á undan Aron Einari en hann varð í öðru sæti en Gylfi Þór Sigurðsson endaði í þriðja sæti.

Valdís Þóra endaði í 9 sæti með 72 stig og Birgir Leifur endaði í 14 sæti en hann var með 17 stig.

Hér er hægt að sjá niðurstöður kjörsins. 

Árangur kylfinga 2017 er sá besti í sögu golfsins á Íslandi og óskum við kylfingum Forskots til hamingju með árangurinn á árinu.

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment