Ólafía Þórunn spilaði frábært golf í dag

Ólafía Þórunn spilaði frábært golf í dag en hún þurfti að klára annan hringinn snemma í morgun en hún þurfti að spila vel til að komast í gegnum niðurskurðinn. Hún gerði það heldur betur og spilaði lokaholurnar 6 á -4 höggum undir pari. Hún flaug þannig í gegnum niðurskurðinn.

Ólafía hélt áfram að spila vel og á lokahringnum fékk hún 5 fugla og engan skolla. Hún endar -1 í mótinu og er jöfn í 23 sæti eins og staðan er þegar þetta er skrifað.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna.

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment