Valdís Þóra búin með fyrsta hringinn á ActewAGL Canberra Classic

Valdís Þóra spilaði í nótt fyrsta hringinn á ActewAGL Canberra Classic mótinu en mótið er spilað á Royal Canberra Golf Club.

Valdís spilaði á 75 höggum eða á +3 höggum yfir pari. Hún fékk þrjá skolla og sex skolla á hringnum.

Hún er jöfn í 87 sæti eftir fyrsta hringinn en hún þarf að bæta sig um nokkur högg á næsta hring til að eiga möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment