Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari

Ólafía Þórunn spilaði fyrsta hringinn á  ASGI Swiss Ladies Open á pari(72) og er hún jöfn í 27 sæti.

Hún fékk einn fugl og einn skolla á hringnum. Besta hring dagsins átti Carolina Gonzalez Garcia en hún lék á 9 höggum undir pari með 1 örn, 8 fugla og einn skolla.

Ólafía fékk par á erfiðustu holu vallarins(12 holan) en næstum annar hver kylfingur lék hana yfir pari. Ólafía lék 5 erfiðustu holur vallarins á einu höggi yfir pari meðan þær efstu kylfingarnir voru að leika þessar holur á -1 samtals. Auðveldustu 5 holurnar lék Ólafía parinu en 10 efstu kylfingarnir voru á -2 til -4 á þessum 5 auðveldustu holum vallarins. Til þess að Ólafía komist í topp baráttuna þá þarf Ólafía að ná nokkrum fuglum á hringnum í dag.

Í heildina voru par fjögur holurnar erfiðastar fyrir kylfingana en meðalskorið var 4.25 og par fimm holurnar voru auðveldastar en þá sérstaklega átjánda holan spilaði lang auðveldust í dag en það var u. þ.b næstum annar hver kylfingur sem lék hana á undir pari.

Ólafía hefur leik klukkan í dag klukkan 10:50 á íslenskum tíma. Hér má sjá stöðuna

Sigmundur Einar

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.