Ólafía í 10 sæti fyrir lokahringinn

Ólafía er í 10 sæti eftir tvo hringi á ASGI Swiss Ladies Open en hún lék frábærlega í gær eða á 69 höggum eða 3 undir pari.

Skor gærdagsins var aðeins betra en á fyrsta degi en CAROLINA GONZALEZ GARCIA leiðir mótið á samtals -10 höggum undir pari. 

Ólafía lék par 5 holurnar betur í gær en á fyrsta hring  en hún var á -3 höggum undir pari í gær Hún fékk 5 fugla og 2 skolla á hringnum.

Ólafía hefur leik klukkan 7:14 á íslenskum tíma en hér má sjá stöðuna

 

Sigmundur Einar

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.