Ólafía hefur lokið leik – Valdís byrjar vel

Ólafía Þórunn hefur lokið leik í dag og lék hún á pari vallarins eða 68 höggum. Hún fékk fimm fulga á hringnum en einnig fimm skolla. Ólafía er jöfn í 17 sæti þegar þetta er skrifað.

Valdís Þóra er á einum undir eftir 6 holur og hefur fengið 2 fulga og einn skolla á fyrstu 6 holunum. Hún er jöfn í 4 sæti þegar þetta er skrifað en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik.

Besta skor dagsins er 4 undir pari eða 64 högg.

Hér má sjá nákvæma stöðu í mótinu, 

Sigmundur Einar

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.