Valdís, Ólafía og Axel eru öll að spila í dag

Valdís og Ólafía eru báðar að spila sinn annan hring á RIBEIRA SACRA Open í dag.

Valdís spilaði vel í gær en hún lék á 66 höggum eða á 2 undir pari og er hún jöfn í 5 sæti, besta skor gærdagsins var 4 undir. Hún fékk fjóra fugla og 2 skolla á hringnum.

Þetta er fyrsti hringurinn hjá Valdísi eftir meiðsli sem tóku sig upp á síðasta tímabili en frábært að sjá hana komast á svona fljúgandi start eftir meiðslin.

Valdís átti að hefja leik klukkan 7:30 á íslenskum tíma. 13052504_10207547001091402_1083006286_o

Ólafía lék á parinu í gær og er jöfn í 12 sæti. hún hefur leik klukkan 12:30 á íslenskum tíma.

 

Uppfært: Leik hefur verið frestað vegna rigningar hjá stelpunum á Spáni.  Gert er ráð fyrir að þær hefji leik klukkan 12:00 á íslenskum tíma.

Hér er hægt að fylgjast með stöðunni, 

 

Axel er að spila á Kellers Park Masters Pro/Am og er spiluð útfærsla á Stableford punktakeppni. Hún er spiluð þannig að það eru 8 punkta fyrir Albatros, 5 punkta fyrir Örn, 2 punkta eru fyrir fugl, 0 punkta eru fyrir Par, -1 punkt er fyrir skolla, og -3 punkta eru fyrir tvöfaldan skolla.

IMG_1728Axel fékk 6 punkta á fyrsta hringnum í gær en hann spilaði á 2 undir pari. Hann fékk 4 fugla og 2 skolla á hringnum. Axel hóf leik snemma í morgun en hann er búinn með 12 holur í dag og er með 1 punkt í dag. Niðurskurðurinn er 12 punktar þannig að hann þarf að bæta aðeins í til að eiga möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn.

Sigmundur Einar

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.