Ólafía í 9 sæti en erfiður hringur hjá Valdísi

Ólafía er sem stendur jöfn í 9 sæti eftir að hafa spilað á 73 höggum eða á 2 yfir pari. Valdís var á 79 eða á 8 höggum yfir pari.
Besti hringur dagsins var 69 högg eða á 2 undir pari. Það eru einugis tveir kylfingar sem komast í gegnum þessa forkeppni. Það var rigning og vindur á keppendur í gær en það sást á Snapchat myndböndum sem hún Valdís sendi í gær inn á Snapchat aðgang Forskots, Forskotgolf. Ef þú ert ekki búinn að bæta því við hjá þér þá er málið að bæta því við og fá smá innsýn inn í líf atvinnukylfingsins.

Stelpurnar þurfa að eiga frábæran hring á morgun til að eiga einhvern möguleika á að komast á Evian Championship en við vonum það besta.

Hér er hægt að fylgjast með stöðu mála.

 

 

Sigmundur Einar

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.