Guðmundur Ágúst vann sér inn keppnisrétt á Nordea Masters sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Mótið er spilað í Malmö og er spilað á hinum fræga velli Barsebäck G&CC. Mótið er spilað daganna 1 – 4 júní.

Guðmundur spilaði á 68 höggum eða á 5 höggum undir pari vallarins. Hann fékk sex fugla og einn skolla á hringnum.

Andri, Axel og Haraldur spiluðu einnig í úrtökumótinu en komust ekki áfram.

Andri spilaði á 72 eða á einum undir par, Axel spilaði á tveimur yfir pari eða á 75 höggum og Haraldur spilaði á fjórum höggum yfir pari eða á 77 höggum.

Hér er lokastaðan í úrtökumótinu.