Haraldur Franklín með frábæran annan hring, Axel og Guðmundur áfram

Haraldur Franklín er í öðru sæti eftir tvo hringi á Stora Hotellet Bryggan Fjällbacka mótinu en það er hluti af Nordic League mótaröðinni.

Hann lék annan hringin á 64 höggum eða á -7 höggum undir pari en hann lék fyrri hringinn á 70 eða á einum undir. Hann er því samtals á -8 höggum undir pari og tveimur höggum frá efsta manni. Hann fékk sjö fugla á hringnum en hann hefur fengið 10 fugla og tvo skolla á hringjunum tveimur.

Guðmundur Ágúst hefur spilað hringina á -3 höggum undir  pari  og er jafn í 14 sæti. Hann hefur fengið fimm fugla og tvo skolla á hringjunum tveimur.

Axel hefur spilað hringina tvo á pari vallarins. Hann hefur fengið 8 fugla og 8 skolla á hringjunum tveimur. Hann er sem stendur jafn í 31 sæti í mótinu.

Andri Þór komst ekki í gegnum niður skurðinn en hann spilaði hringina tvo á 2 höggum yfir pari en hann lék seinni hringinn á pari vallarins. Hann fékk 8 fugla, sex skolla og tvo tvöfalda skolla.

 

Hér er hægt að skoða stöðuna, 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment