Ólafía Þórunn á -1 eftir 36 holur

Ólafía Þórunn er við keppni í Kanada þessa daganna en hún er að keppa í Manulife LPGA Classic. Hún er á -1 eftir 36 holur og er hún við niðurskurðarlínuna.

Á fyrsta hringnum lék hún á 73 höggum eða 1 höggi yfir pari. Hún fékk fjóra fugla, fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla. Á öðrum hringnum lék hún á -2 höggum undir pari og þá fékk hún fimm fugla og þrjá skolla.

Sem stendur er hún í 72 sæti og utan við niðurskurðinn en það eiga kylfingar eftir að klára í kvöld þannig að það er óvíst hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn.

Uppfært: Ólafía var höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment