Ólafía hefur lokið leik á öðrum degi

Ólafía Þórunn hefur lokið leik á öðrum degi á Cambia Portland Classic mótinu sem spilað er í Portland, Oregon. Hún spilaði fyrsta hringinn á 70 höggum eða á -2 höggum undir pari en annan hringinn lék hún á 72 höggum eða á pari vallarins. Hún hefur fengið átta fugla, tvo skolla og tvo tvöfalda skolla á hringjunum tveimur.

Hún komst í gegnum niðurskurðinn og er sem stendur jöfn í 52 sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment