Ólafía með frábæran fyrsta hring og kominn á -8 samtals

Ólafía Þorunn spilaði frábærlega í gær en hún er að keppa á Indy Women in Tech Championship en leikið er í Indianapolis. Hún spilaði á 67 höggum eða á -5 höggum undir pari. Hún fékk sex fugla og einn skolla á hringnum. Hún var jöfn í 9 sæti eftir fyrsta hringinn.
Hún hóf leik á öðrum hring fyrr í dag en er hún á -3 eftir 12 holur og því á samtals -8 höggum undir pari og er komin jöfn í 4 sæti  nokkrum höggum á eftir Lydiu Ko sem er efst.

Hrikalega vel gert og það verður gaman að fylgjast með henni um helgina.

Hér er hægt að sjá skorið. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment