Frábært mót hjá Ólafíu um helgina , fjórða sæti í Indianapolis

Ólafía Þórunn spilaði frábærlega á Indy Women in Tech Championship en mótið var spilað í Indianapolis. Hún spilaði hringina þrjá á -13 höggum undir pari en það dugði henni í 4 sæti en það er hennar besti árangur á mótaröðinni. Hún lék vel alla daganna en hún lék á 67, 68 og 68 höggum.

Það er frábært að sjá að hún fékk einn örn, fjórtán fugla og bara þrjá skolla í mótinu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu, 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment