Ólafía spilaði vel á Evian Championship

Ólafía Þórunn lauk leik á +3 á The Evian Championship sem spilað var í Frakklandi. Hún spilaði á hringina þrjá á 71,74, og 71. Hún fékk fimm fugla, þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á lokahringnum. Mótið var seinasta risamótið á árinu en þetta var í fyrsta skiptið sem hún náði niðurskurði á risamóti.  Hún lauk leik jöfn í 48 sæti.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment