Axel aftur í topp baráttunni, Haraldur, Andri og Guðmundur náðu sér ekki á strik.

Axel Bóasson er enn og aftur í topp baráttunni á Nordic mótaröðinni en hann er sem stendur jafn í 6 . sæti eftir tvo hringi. Mótið er spilað í Svíþjóð en Andri Þór, Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín voru einnig með en komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Axel spilaði hringinn í dag á -5 og er því samtals á -8 höggum undir pari eftir þessa tvo hringi. Hann er búinn að fá 11 fugla og þrjá skolla á þessum tveimur hringjum.

Haraldur Franklín spilaði hringina tvo á -1 höggi undir pari en hann lék síðari hringinn á -3 höggum undir pari. Hann fékk tíu fugla og níu skolla á hringjunum tveimur. Hann endaði einu höggi frá niðurskurðinum.

Guðmundur Ágúst lauk leik á +1 en hann lék hringinn í dag á tveimur höggum yfir pari. Hann fékk átta fugla, sjö skolla og einn tvöfaldan skolla á hringjunum tveimur.

Andri Þór lauk einnig leik á +1 en hann lék hringinn í dag á +3 höggum yfir pari. Hann fékk sex fugla og sjö skolla á hringjunum tveimur.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment