Haraldur og Axel spiluðu vel á fyrsta hringnum í Svíþjóð

Haraldur Franklín og Axel eru að keppa á lokamóti  Nordic League mótaraðarinnar. Mótið heitir SGT Tourfinal Åhus KGK ProAm og er leikið á Kristianstads Golfklubb i Åhus.

Haraldur lék á 72 höggum eða á tveimur höggum yfir pari. Hann fékk fjóra fugla, tvo skolla og tvo tvöfalda skolla. Hann er sem stendur jafn í fjórða sæti.

Axel lék á 73 höggum eða á +3 höggum yfir pari. Hann fékk tvo fugla og fimm skolla á hringnum. Hann er sem stendur jafn í 6. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment