Guðmundur og Haraldur keppa á Spáni

Guðmundur Ágúst og Haraldur eru að keppa á Westin La Quinta mótinu en það er spilað á Spáni og er mótið hluti af Gecko mótaröðinni.

Guðmundur spilaði á pari vallar en hann fékk fjóra fugla og fjóra skolla á hringnum. Hann er jafn í 11 sæti eftir fyrsta daginn.

 

Haraldur Franklín spilaði á +2 en hann fékk fimm fugla, þrjá skolla og einn fjórfaldan skolla. Hann er jafn í 18 sæti eftir fyrsta hringinn.

 

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment