Strákarnir búnir með fyrsta hringinn á Lakes Open

Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús spiluðu í dag á fyrsta hringnum á Lakes Open en það er hluti af vetrarmótaröð Ecco Tour. Spilað er á Lumine á Spáni.

Guðmundur spilaði best en hann lék á -2 höggum og er hann jafn í 16 sæti eftir hringinn. Hann fékk þrjá fugla og einn skolla á hringnum.

Andri og Haraldur spiluðu báðir á parinu en þeir spiluðu sitt hvorn völlinn í dag en báðir fengu þeir þrjá fugla og þrjá skolla en þeir eru jafnir í 36 sæti eftir hringinn.

Axel spilaði á 74 höggum eða á +3 höggum yfir pari. Hann fékk einn fugl og þrjá skolla á hringnum. Hann er jafn í 80 sæti eftir fyrsta hringinn.

 

Hér er hægt að skoða stöðuna í mótinu. 

 

 

 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment