Valdís endaði í þriðja sæti – Ólafía spilaði vel eftir fyrsta hringinn

Valdís og Ólafía spiluðu báðar vel á Ladies Classic Bonville mótinu en það var leikið í Ástralíu. Mótið var hluti af Evrópumótaröð kvenna.  Valdís spilaði á samtals -7 höggum undir pari og endaði ein í þriðja sæti. Þetta er í annað skiptið sem Valdís endar í þriðja sæti á mótaröðinni. Þessi árangur jafnar besta árangur Íslendings á Evrópumótaröðinni.

Valdís hoppaði upp um 70 sæti á Rolex heimslista kvenna og er hún núna í 6 sæti stigalista á mótaraðarinnar sem er frábær árangur.

Ólafía spilaði frábærlega á síðustu þremur hringjunum en hún spilaði samtals á pari vallarins í mótinu eftir að hafa spilað fyrsta hringinn á 80 höggum eða á +8 höggum yfir pari. Hún ásamt þremur öðrum áttu besta hring mótsins eða á 67 höggum eða á -5 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Valdís spilar um næstu helgi á NSW Open en mótið er spilað í Ástralíu.

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment