Andri Þór, Axel, Guðmundur og Haraldur byrjaðir á Hills Open á Spáni

Andri, Axel, Guðmundur og Haraldur hófu leik í dag á Hills Open en mótið er hluti af vetrarmótaröð Nordic Tour. Mótið er leikið á tveimur völlum.

Axel lék best en hann lék á pari vallarins eða á 72 höggum. Hann fékk þrjá fugla, einn skolla og einn tvöfaldan skolla.

Haraldur lék á 72 höggum eða á +1 höggi yfir pari en hann fékk einn fugl og tvo skolla.

Andri spilaði á 77 höggum eða á 5 höggum yfir pari en hann fékk einn fugl, fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla.

Guðmundur spilaði á  79 höggum eða á +7 höggum yfir pari en hann fékk einn fugl, fjóra skolla og tvo tvöfalda skolla.

 

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment