Ólafía Þórunn spilaði frábærlega á þriðja hring en hún lék á -4 höggum undir pari eða 68 höggum. Hún fór upp í 35 sæti með þessum hring.
Hún fékk átta fugla og fjóra skolla á hringnum en þar af fékk hún fimm fugla á sex holum á fyrri níu holunum.

Seinasti hringurinn hefst í dag en hún hefur leik klukkan 17:55 á íslenskum tíma.

Hér er hægt að sjá stöðuna á mótinu.