Ólafía Þórunn með sögulegan hring á ANA Inspiration – Hola í höggi!!!

Ólafía Þórunn spilaði í gær fyrsta hringinn á Ana Inspiration mótinu en mótið er fyrsta risamót ársins og er leikið á Mission Hills vellinum í Kaliforníu. Þetta er fyrsta skiptið sem íslendingur spilar á þessu móti.

Hún byrjaði á fyrsta teig en hún fékk þrjá skolla á fyrri níu. Þegar hún kom á seinni níu þá fékk hún tvo erni, tvo fugla og þrjá skolla.

Ólafía geri sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 17 holu vallarins en hér er hægt að sjá myndband af högginun.

Ólafía endaði hringinn á pari vallarins en hún er í 56 sæti fyrir annan hringinn sem hefst í dag. Hún hefur leik klukkan 19:10 á íslenskum tíma.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment