Haraldur Franklín komst áfram, Andri og Guðmundur misstu niðurskurðinn

Andri Þór, Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín spiluðu í dag annan hringinn á Willis Towers Watson Masters mótinu en mótið er hluti af Nordic League.

Mótið er með punkta fyrirkomulagi en það eru 8 punktar fyrir albatross, 5 punktar fyrir örn, 2 punktar fyrir fugl, ekkert stig fyrir par, -1 stig fyrir skolla, -3 stig fyrir tvöfaldan skolla.

Haraldur Franklín hefur spilað best í mótinu en hann er jafn í 27 sæti með +7 punkta eftir 36 holur.

Andri Þór og Guðmundur Ágúst  enduðu með 0 punkta í mótinu og komust ekki áfram í mótinu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment