Guðmundur, Andri og Haraldur keppa í Svíþjóð

Andri Þór, Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín eru allir að keppa í Svíþjóð á  Pärnu Bay Golf Links Challenge en mótið er hluti af Nordic League.

Guðmundur Ágúst spilaði best fyrsru tvo hringina en hann spilaði þá á -4 höggum undir pari eða 71 og 69 höggum. Hann er jafn í 15 sæti eftir fyrstu tvo hringina.

Andri Þór spilaði hringina á 74 og 73 höggum eða á +3 höggum yfir pari. Hann var tveimur höggum frá því að komast áfram í gengum niðurskurðinn.

Haraldur Franklín spilaði hringina á 71 og 78 höggum eða á +5 höggum yfir pari og var því fjórum höggum frá því að komast áfram.

Það er einn hringur eftir og var Guðmundur eini sem komst áfram í gegnum niðurskurðinn.

Hér er hægt að skoða stöðuna í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment