Ólafía Þórunn spilaði á KPMG Womens PGA Championship mótinu um helgina en mótið er eitt af fimm stórmótunum hjá konunum. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á 73 höggum og síðari hringinn á 75 höggum. Hún endaði því á +4 höggum yfir pari en niðurskurðurinn var við +3 yfir pari.

Hún fékk fimm fugla og níu skolla á hringjunum tveimur.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.