Guðrún Brá, Guðmundur Ágúst, Axel og Andri Þór spiluðu á Securitas mótinu

Guðrún Brá, Guðmundur Ágúst, Axel og Andri Þór spiluðu á Securitas mótinu um helgina sem haldið var í Grafarholti.

Guðrún Brá endaði í öðru sæti eftir að hafa spilað á 75,72 og 72 höggum en hún var einu höggi á eftir fyrsta sætinu. Hún fékk sex fugla, átta skolla og tvo tvöfalda skolla í mótinu.

Guðmundur Ágúst sigraði í karlaflokki en hann spilaði frábært golf en hann endaði á -14 höggum undir par. Hann sigraði Axel sem endaði í öðru sæti með fimm höggum á eftir Guðmundi.
Guðmundur fékk nítján fugla og fimm skolla í mótinu.

Axel endaði mótið á -9 höggum undir pari og endaði í öðru sæti. Hann fékk fjórtán fugla og fimm skolla í mótinu.

Andri Þór spilaði á -3 höggum undir pari í mótinu. Hann fékk einn örn, ellefu fugla, átta skolla og einn tvöfaldan skolla í mótinu.

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment