Axel og Haraldur spiluðu á Englandi

Axel og Haraldur Franklín spiluðu á Bridgestone Challenge á Englandi. Mótið er hluti af Challenge mótaröðinni en þetta er fyrsta mót Haraldar á Challenge mótaröðinni. Haraldur spilaði fyrstu tvo hringina á 73 og 69 höggum eða á pari vallarins. Haraldur fékk sex fugla, fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla á hringjunum. Axel spilaði hringina tvo á 68 og 72 höggum eða á -2 höggum undir pari. Hann fékk einn örn, sex fugla, fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla.

Niðurskurðurinn var við -3 undir pari þannig að hvorki Axel né Haraldur komst í gegnum niðurskurðinn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment