Ólafía Þórunn búin með fjóra hringi á úrtökumótinu

Ólafía Þórunn er búin með fjóra af átta hringjum á lokastigi úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina 2019. Hún spilaði hringina fjóra á 12 höggum yfir pari eða á 76,77,72 og 75 höggum. Mótið er spilað á Pinehurst í Norður Karólínu.

Hún er jöfn í 81 sæti en hún þarf að vera í fyrstu 45 sætunum til að fá spilarétt á LPGA á næsta ári.

Ólafía hefur fengið sjö fugla, 13 skolla og þrjá tvöfalda skolla.

Sem stendur er hún sex höggum á eftir 45 sætinu sem þær allar vilja ná.

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment