Guðrún Brá komin á lokastig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina

Guðrún Brá lauk í dag leik á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröð kvenna. Hún spilaði hringina þrjá á +8 höggum yfir pari en hún endaði í 21 sæti en það voru 36 kylfingar sem komust áfram.  Guðrún spilaði hringina á 75, 76, 71 og 74 höggum. Hún fékk 11 fugla, 14 skolla og einn fimmfaldan skolla á hringjunum fjórum.

Lokastigið fer fram 16 -20 desember en það fer fram í Marokkó. Næsta mót hjá Guðrúnu er loka mótið á Access mótaröðinni en það er í Barcelona um næstu helgi.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna á fyrsta stigi úrtökumótsins. 

Hér er færsla frá Guðrúnu Brá um mótið.

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment