Haraldur Franklín er á -7 höggum undir pari fyrir lokahringinn

Haraldur Franklín er á -7 höggum undir pari eftir þrjá hringi á öðru stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Hann hefur spilað á 72, 69 og 68 höggum.

Hann er jafn í 22 sæti fyrir lokahringinn. Miðað við fjölda keppenda þarf Haraldur að vera í efstu 18 sætunum eftir hringinn á morgun.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment