Guðrún Brá hefur lokið leik á LETAS

Guðrún Brá spilaði í sínu seinasta móti á LETAS á árinu en hún spilaði á Santander Golf Tour LETAS en hún spilaði hringina þrjá á 70, 72 og 78 höggum en hún var í efsta sæti fyrir lokahringinn. Hún fékk 7 fugla, 7 skolla og tvo tvöfalda skolla á hringjunum þremur.

Hún endaði jöfn í 17 sæti í mótinu. Guðrún hefur þá lokið leik á LETAS mótaröðinni en hún endaði í 69 sæti á lokalista mótaraðarinnar.

Næsta mót hjá Guðrúnu er úrtökumótið fyrir Evrópumótaröð kvenna en það mót er spilað 16 til 20 desember.

Hér er hægt að sjá færslu Guðrúnar um mótið.

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment