Guðmundur Ágúst með frábæran sigur á Nordic mótaröðinni

Guðmundur Ágúst sigraði nokkuð örugglega á Mediter Real Estate Masters mótinu en mótið er hluti af Nordic mótaröðinni. Guðmundur spilaði á 64, 70 og 66 höggum í mótinu eða -12 höggum undir pari. Hann sigraði með 3 höggum. Hann fékk einn örn, fimmtán fugla og fimm skolla á hringjunm þremur.

Þetta er fyrsti sigur Guðmundar á mótaröðinni en örugglega ekki sá seinasti.

Haraldur Franklín endaði jafn í sextánda sæti en hann spilaði á 71, 70 og 68 höggum eða  -3 höggum undir pari.

Andri Þór endaði jafn í 40 sæti en hann spilaði á 67, 76 og 71 höggu eða 2 höggum yfir pari.

Hér er hægt að sjá myndband af loka púttinu hjá Guðmundi.

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment