Annar hringurinn í gangi hjá strákunum á Spáni

Andri Þór, Axel, Gumundur Ágúst og Haraldur Franklín eru allir að keppa á  Lumine Lakes Open en mótið er hluti af Nordic mótaröðinni. Guðmunudr Ágúst lék best á fyrsta hringnum en hann var á -1 höggi undir pari og var jafn í  28 sæti eftir hringinn. Guðmundur fékk tvo fugla einn örn og þrjá skolla á hringnum.
Haraldur Franklín spilaði á pari vallarins en hann fékk fjóra fugla og fjóra skolla, Andri Þór spilaði á +4 yfir pari  en hann fékk þrjá fugla, þrjá skolla og tvo tvöfalda skolla.  Axel var á +5 höggum yfir pari en hann fékk tvo fugla fimm skolla og einn tvöfaldan skolla. Það er mikið eftir og vonandi spila strákarnir frábært golf í dag og koma sér upp töfluna.

Annar hringurinn er farinn af stað og hér er hægt að skoða stöðuna. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment