Frábær hringur hjá Valdísi – 5 högga forysta á Evrópumótaröð kvenna

Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði frábærlega á fyrta hringnum á NSW Open en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Hún spilaði á 63 höggum eða á -8 höggum undir pari. Hún er byrjuð á öðrum hring en hun er sem stendur -2 höggum undir pari eftir níu holur.

Valdís fékk einn örn, sjö fugla og einn skolla á fyrsta hringnum. Á öðrum hringnum er hún komin með einn örn, tvo fugla og tvo skolla.

Valdís er sem stendur með fimm högga forystu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment