Ólafía Þórunn spilaði á Symetra mótaröðinni um helgina

Ólafía Þórunn spilaði á Symetra mótaröðinni um helgina en hún var leikin í Beaumont, Kaliforníu. Ólafía spilaði hringina þrjá á 74,73 og 86 höggum en hún spilaði ekki nógu vel á lokahringnum. Skorið á lokahringnum var mun hærra en daganna á undan en það voru einungis fjórir kylfingar sem spiluðu undir pari á lokahringnum.

Hún lauk leik í 65 sæti en Ólafía spilar strax um næstu helgi aftur á Symetra en þá er spilað í Windsor,  Kaliforníu.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment