Axel, Haraldur og Guðmundur allir áfram í Þýskalandi

Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín komust allir áfram í næstu umferð á Masters of the Monsters Match Play mótinu en það er leikið í Þýskalandi.

Fyrsta umferð mótsins var holukeppni en þeir unnu allir leikina sína og spila síðan næstu umferð í dag en hún er spiluð sem höggleikur milli þriggja aðilla en keppendur spila saman þrír og þrír og sá sem er á besta skorinu eftir 18 holur kemst áfram.

Axel hefur leik klukkan 6:30 á staðar tíma. Guðmundur hefur leik klukkan 6:20 en Haraldur hefur leik klukkan 5:40 á staðar tíma.
Hér er hægt að sjá stöðuna á mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment