Valdís Þóra búin með fyrsta hringinn í Marokkó

Valdís Þóra spilaði í dag fyrsta hringinn á Lalla Meryem Cup í Marokkó. Hún spilaði hringinn á 76 höggum eða á 3 höggum yfir pari.

Hún lék fyrri 9 holurnar á -1 höggi undir pari en síðari 9 holurnar á 4 höggum yfir pari. Valdís fékk tvo fugla þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á hringnum.

Valdís er jöfn í 62 sæti eftir fyrsta hringinn en næsti hringur er leikinn á morgun föstudag.

Hér er hægt að skoða stöðuna í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment