Valdís Þóra spilaði á 68 höggum á lokahringnum á Omega Dubai Moonlight Classic mótinu en það var spilað í Dubai. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Hún spilaði hringina þrjá á 3 höggum yfir pari og endaði jöfn í 29 sæti en hún fór upp um 20 sæti með þessum frábæra hring. Valdís fékk 11 fugla, 12 skolla og einn tvöfaldan skolla.

Valdís fékk engan skolla á hringnum en hún nefnir í pistli eftir mótið að það hafi verið nóg af tækifærum sem hún hefði getað notað betur.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.